144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[15:11]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill tilkynna að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfundar, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. Óskað hefur verið eftir atkvæðagreiðslu um þessa tillögu forseta.

Eins og hv. þingmenn sjá er ekki nægjanlegt atkvæðamagn á bak við atkvæðagreiðsluna. Hefst atkvæðagreiðslan að nýju.