144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:44]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og fara fram á það að hæstv. umhverfisráðherra komi hingað og hlusti á þær athugasemdir sem settar eru fram. Ég met það við hæstv. innanríkisráðherra að hún hafi komið hingað og mun beina orðum til hennar á eftir, ég vænti þess auðvitað líka að hún útskýri fyrir þingheimi hvort hún standi vaktina fyrir sveitarfélögin í landinu eða hvort hún sé sammála aðför að sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Með sama hætti er mikilvægt að hæstv. umhverfisráðherra komi hingað í sal og útskýri hvort hún sé samsinna formanni umhverfis- og samgöngunefndar, flokksbróður sínum hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni, eða hvort hún vilji ganga þessa hörmungargötu áfram með þá ágalla sem eru á frumvarpinu.