144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

frumvörp um húsnæðismál.

[10:46]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir svörin. Það er vissulega jákvætt að heyra að samráðsferli sé í gangi og sömuleiðis að það sé unnið að því að tryggja að fjármagn fylgi með þessum lögum.

Eins og ég sagði áðan bíða margir eftir því að stefna stjórnvalda í þessum málum verði ljós. Ég hvet því hæstv. ráðherra til að hraða málum eins mikið og hægt er um leið og að sjálfsögðu er unnið vel að málunum vegna þess að mjög margir reiða sig á það að hér verði komið á betra kerfi sem gagnast sérstaklega fólki með lágar tekjur.