144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:52]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil við þessa atkvæðagreiðslu þakka hv. Alþingi fyrir þessa góðu umræðu og þinginu fyrir umræðu um þetta mikilvæga mál. Ég fagna því líka að sátt hefur náðst um feril málsins hér eftir. Nú fer það til nefndar og búið er að skilgreina og afmarka þau atriði sem menn telja að þurfi frekari skoðunar við. Ég fagna því og vona að sennilega náum við að ljúka þessu máli í sem allra mestri og víðtækastri sátt vegna þess að það var tilgangurinn með frumvarpinu, að koma þessum málum og þessu vinnulagi í það horf að við getum sem flest vel við unað og haldið áfram að tryggja raforkuöryggi úti um allt land okkur öllum til heilla þannig að ég þakka þinginu fyrir þessa afgreiðslu.