144. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2015.

ljósleiðarar.

520. mál
[17:18]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherra fyrir ágæt svör og málshefjanda fyrir að koma þessu mikilvæga máli á dagskrá.

Almennt séð er ástand fjarskipta gott á landinu en það er gríðarlega viðkvæmt og það eru mörg svæði sem eru illa stödd og vantar töluvert mikið upp á ásættanlegt ástand í þessum málum þrátt fyrir mörg verkefni sem farið hefur verið í. Ég vil fagna því að þessi starfshópur hefur unnið og ég hlakka til að fá að vinna áfram að þessu. Þetta styður stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að við byggjum landið upp sem heild. Við erum að tala um störf án staðsetningar. Þetta mun styrkja byggðir um allt land og breyta og bæta búsetuskilyrði, við þurfum að tala um landið sem eina heild. Þetta vil ég fullyrða að sé eitt stærsta byggðamálið og grundvöllur allrar atvinnuþróunar og uppbyggingar inn í framtíðina.