144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

staða þingsins og viðhorf ríkisstjórnarinnar.

[15:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er slegin. Ég er slegin og ég er eiginlega bara í svolitlu áfalli út af því að það þingræði og það lýðræði sem ég hélt að við byggjum við er ekki lengur til staðar. Það hefur verið staðfest hér af hverjum ráðherranum á fætur öðrum og hverjum stjórnarþingmanninum á fætur öðrum sem hafa kallað fram undir umræðunum sem áttu sér stað hér fyrir stuttu. Ég vil fá úr því skorið, forseti, hvort það sem hefur komið fram hér frá ráðherraliðinu sé eitthvað sem forseti getur tekið undir. Búum við við lýðræði eða gerræði?