144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[18:55]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Þegar verið var að vinna í því að fara út í þessa umsókn var því haldið á lofti hér úr þessum ræðustól að slíta mætti viðræðunum hvenær sem væri á tímabilinu þegar það liti út fyrir að vera næsta skref. Nú lítur út fyrir að það sé næsta skref þar sem hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga í sambandið. Einnig var talað um í þessum ræðustól að slíta ætti viðræðunum ef illa gengi að ná fram kröfum okkar í þeim. Á fjórum árum hefur kröfum okkar lítið verið mætt í viðræðunum. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sjái ekki þann meinbug á sem ríkisstjórnin gerir nú og hefur að leiðarljósi í því að slíta viðræðunum?