144. löggjafarþing — 82. fundur,  19. mars 2015.

utanríkis- og alþjóðamál.

621. mál
[18:15]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örfáar leiðréttingar. Samband við Bandaríkin hefur batnað stórlega frá því hv. þingmaður vék úr stóli utanríkisráðherra. Varðandi norðurslóðir þá sást það um leið og við komum í ráðuneytið að ná þurfti hlutunum saman. Það var ekki mikill fókus á slíkt hjá hv. ráðherra. Þetta var sett í ferli og tekið utan um málið, reynslumesti sendiherra okkar settur fyrir það. Einnig var skipuð ráðherranefnd undir forustu forsætisráðherra til að sýna fram á mikilvægi málsins.

Ég ætla ekki að eyða meiru í þetta því í raun og veru eru ekki margar formlegar spurningar eftir. Ég vil þakka enn og aftur fyrir umræðuna, ég held hún hafi verið góð og þakka fyrir.