144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og starfsáætlun.

[15:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mér finnst mjög alvarlegt að það hefur komið fram að tveir þingmenn og hæstv. ráðherrar úr Framsóknarflokknum hafa boðað sumarþing. Það er þvert á það sem hefur komið fram í máli forseta. Mér finnst ástæða til að fá svör um það hvernig standi á því að ráðherrar í engu samráði við þingflokksformenn eða formenn flokkanna geti upp á sitt eindæmi ákveðið að boða sumarþing um mjög stór og flókin málin. Að sjálfsögðu mundi ég ekki leggja mig á móti því að hér yrði mælt fyrir flóknum málum og þau send út í umsagnarferli í sumar, en að boða til flókinna mála á hundavaði er mjög alvarlegt og alls ekki í anda þess sem forseti þingsins hefur boðað. Ég óska eftir því að (Forseti hringir.) þetta verði tekið fyrir í forsætisnefnd.