144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

svör við fyrirspurn.

[16:27]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þingmenn eru oft ósáttir við svör ráðherra, en þetta var samt sem áður svar. Ég verð að fá að beina ákveðinni spurningu til þingmannsins: Hver er ástæðan fyrir því að hún er svona ergileg? Getur fólk ekki samglaðst okkur framsóknarmönnum að hafa verið með gott, gleðilegt og árangursríkt flokksþing þar sem við samþykktum mörg góð mál? Mér finnst eiginlega skorta svolítið á gleðina hjá þingmönnum. Og það er alveg ljóst að (Gripið fram í.)húsnæðismálin — já, það gæti verið skýringin. Hins vegar er alveg ljóst að húsnæðismálin eru og verða áfram forgangsmál. Það hefur komið algjörlega skýrt frá mér, frá hæstv. forsætisráðherra, hæstv. fjármálaráðherra og allri ríkisstjórninni.