144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

vitnað í orðaskipti á lokuðum nefndarfundi.

[15:49]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti reyndi að rifja upp fyrir sér hvenær svipuð umræða átti sér hér stað og mundi að ekki var mjög langt síðan. Sambærileg umræða átti sér stað þegar hv. formaður þingflokks VG gagnrýndi að hv. formaður atvinnuveganefndar hefði vitnað í ummæli tiltekins gests sem sat þá á fundi nefndarinnar. Það er því ljóst að þingmenn hafa nokkrar áhyggjur af þessu ákvæði sem er í þingskapalögunum, þannig að kannski er ástæða fyrir okkur til að skoða þetta að nýju. Forseti getur nú ekki séð að á bak við þessa gagnrýni sé einhver pólitísk lína. Það er einfaldlega þannig að þingmenn vilja fá úr því skorið hvert inntak þessarar 19. gr. þingskapalaganna er.