144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

aðkoma ríkisstjórnar að kjarasamningum.

[15:24]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður spyr hvort ég sé sammála því að ríkisstjórnin hafi verið illa undirbúin og þá hvers vegna hún hafi verið illa undirbúin. Ég er algjörlega ósammála því að ríkisstjórnin hafi verið illa undirbúin. Hún hefur undirbúið það sem var fyrirsjáanlegt mjög vel, átt mikið og gott samráð við aðila vinnumarkaðarins, ekki endilega verið sammála þeim um allt, enda var aldrei við því að búast. En þó hefur undirbúningurinn skilað því að við erum nú að fara inn í kjaraviðræður þar sem menn telja að nást hafi slíkur efnahagslegur árangur á Íslandi að menn geti gert miklu meiri kröfur um kjarabætur en sést hafa jafnvel áratugum saman.