144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:59]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni seinna andsvar. Hún talar um lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru auðvitað drifkrafturinn í okkar hagkerfi. Ég get bara tekið undir með hv. þingmanni, það væri vissulega þeim mjög til framdráttar að sjá hér hraðari og meiri lækkun á tryggingagjaldi.

Varðandi samneysluþáttinn kom ég inn á það í ræðu minni að samneyslan sé mjög mikilvæg og það kemur jafnframt fram í þessu plaggi að við styrkjum grundvallarkerfi okkar, velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngurnar og menntakerfið. Þar á forgangsröðunin að liggja, um það erum við hv. þingmaður alveg hjartanlega sammála.