144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

fjöldi óundirbúinna fyrirspurna.

[15:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil hvetja hæstv. forseta til þess að hleypa hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur að með sína óundirbúnu fyrirspurn. Þessi ríkisstjórn hagar sér náttúrlega með þeim hætti að tilefni væri til mun fleiri óundirbúinna fyrirspurna en við höfum tök á. Hér logar allt í kjaradeilum og þingmenn og ráðherrar hafa ýmsa hagsmuni sem eru að koma í ljós og þarf að ræða.

Það sem ég vil benda á, herra forseti, og er kannski ekki síður ástæða þess að ég kem hér upp, er að það liggja fyrir fjölmargar fyrirspurnir til munnlegs svars sem hafa verið lagðar hér inn og þrjár eru á dagskránni í dag. Ráðherrarnir sem sátu hér áðan sjá sér ekki fært að svara þingmönnum þeim fyrirspurnum. Ég vil því gera athugasemdir við það að hv. þingmaður fái ekki að bera upp sína (Forseti hringir.) óundirbúnu fyrirspurn og að þær munnlegu fyrirspurnir sem löngu hafa verið lagðar fram séu ekki á dagskrá í dag.