144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[16:27]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál er komið fram. Ef ég skil rétt er verið að koma til móts við þá kröfu bænda síðustu árin ef ekki áratugina að fá að flytja inn erfðaefni til að geta aukið framleiðsluna, ekki veitir af.

Mig langar að spyrja ráðherra af því að ég sakna þess sárlega hvað er lítið framleitt af kálfakjöti á Íslandi. Ég held að það sé markaður fyrir það en ef eftirspurn eftir nautakjöti er mjög mikil þá slátra menn kannski ekki kálfunum en á móti ætti að flytja inn kálfakjöt til að koma til móts við markaðinn. Það er spurning hvort aukin framleiðsla muni verða til þess að auka sölu á kálfakjöti sem ég sakna i íslenskri matvælaflóru.