144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[16:40]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að standa með sannfæringu minni í þessu máli. Eins og ég kom inn á áðan — og hv. þingmaður var að segja að það væri kannski mögulegt með rannsóknum og tækni í dag að koma í veg fyrir þetta.

Ég hef oft spurt hvort ástæðan fyrir því að íslenskir sauðfjárbændur kalli ekki eftir innflutningi erfðaefnis sé sú að þeir séu búnir að fara í gegnum áfallið, þeir séu búnir að þurfa að kljást við sjúkdóma, sem urðu vegna innflutnings, og hvort við eigum að vera að slaka meira á þessu. Ég tel því að ég hafi alveg rétt til að kalla eftir því, þegar þetta fer til nefndar, að frumvarpið taki breytingum og hert verði á.