144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:21]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að eyða tortryggni og reyna að skapa traust um væntanlegt söluferli á fjármálafyrirtækjum má kannski spyrja hvort við hæstv. ráðherra séum á sömu blaðsíðunni varðandi söluferli á fjármálafyrirtækjum sem ráðist var í í kringum síðustu aldamót. Telur ráðherrann að það söluferli hafi verið gott? Telur ráðherrann að eitthvað megi læra af því söluferli, eitthvað sem hafi þá ratað inn í þetta frumvarp eða ætti kannski að rata inn í frumvarp um það hvernig við seljum hlutina í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni?

Hvaða lærdóm af sögunni má draga og hvaða lærdómur hefur ratað inn í þetta frumvarp?