144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[23:37]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég gerði það að tillögu minni í ræðu fyrr í dag að málið gengi til efnahags- og viðskiptanefndar. Hér sat formaður þeirrar nefndar í dag og gerði ráð fyrir því að málið kæmi til hans. Ég ræddi það við hann og það kom honum á óvart að málið skyldi ekki ganga til þeirrar nefndar og það kemur okkur líka á óvart. Ég spurði starfsfólk þingsins einmitt um þetta. Mér finnst að forseti verði að svara því hvort það sé tilhlýðilegt að ráðherrar leyfi sér að vísa málum til þeirra nefnda þar sem þeir telja að þau hljóti kannski brautargengi. Það er kannski meiri viðspyrna í efnahags- og viðskiptanefnd í þessu tilfelli en í fjárlaganefnd. Þegar Bankasýslan var sett á laggirnar fór umfjöllun um hana fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þáverandi viðskiptanefnd, og því er afar óeðlilegt á þessum tímapunkti að málið fari ekki þangað. Þar sem ráðherra hefur ekki verið hér í dag eftir að hann mælti fyrir málinu þá veit ég ekki hvort einhver umræða hefur farið fram (Forseti hringir.) við hann um hvort hann hyggist breyta því. Ég spyr forseta um það.