144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:30]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það var að sjálfsögðu farið eftir þingskapalögum. Hins vegar er það svo eins og allir hv. þingmenn vita að þegar leitað er samráðs um hluti sem lúta að daglegri stjórnun þingsins þá gengur það jafnan í gegnum þingflokksformenn. Fyrir forseta vakti ekki annað en það sem hann sagði áðan að láta fram fara umræðu um störf þingsins og hafa síðan atkvæðagreiðsluna. Forseta var ekkert að vanbúnaði að láta atkvæðagreiðsluna fara fram áður en umræður hófust um störf þingsins. En eftir að hafa leitað álits hjá þingflokksformönnum og ekki fengið neinar athugasemdir leit forseti einfaldlega svo á að um þetta fyrirkomulag væri samkomulag, en er leiður yfir því ef svo hefur ekki verið.