144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[15:11]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þar sem allnokkuð er um liðið frá því að forseti gerði grein fyrir því hvernig þessi atkvæðagreiðsla færi fram er rétt að rifja það upp að hún fer fram samkvæmt fastri þingvenju. Fyrst verða greidd atkvæði um þá tillögu sem fyrst kom fram, þ.e. í þessu tilviki tillögu frá hæstv. fjármálaráðherra, um að þessu máli verði vísað til fjárlaganefndar. Verði hún samþykkt kemur hin tillagan ekki til atkvæða.