144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er einfaldlega ekki sammála þessu áliti og ég hef rætt þetta við fjölmarga, bæði lögfræðinga og aðra, og við sjáum hver úrskurður forseta þingsins er og þeirra sérfræðinga sem hér starfa, enda væri það, virðulegi forseti, hreint með ólíkindum ef tillaga sem kemur frá ráðherra um þessi mál gæti ekki tekið breytingum í þinginu. Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar? Ef það var vilji löggjafans á sínum tíma að það yrði farið algjörlega að niðurstöðu ráðherrans í málinu, til hvers er þá hin þinglega meðferð? Umsagnarferli, umræður, fundir og allt sem því fylgir, umræðurnar í þinginu, ef það er ekki hugsað til neinna breytinga? Ég veit ekki um neitt slíkt mál, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) sem kemur með þeim hætti til þingsins.