144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:34]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Á meðan við erum hér að ræða þetta vandræðalega mál allt saman fyrir þessa ríkisstjórn og ríkisstjórnarmeirihlutann, hvernig ríkisstjórnin leggur af stað í leiðangur til að fara í átök um ráðstöfun auðlinda í eigu þjóðarinnar, logar allt í kjaradeilum á vinnumarkaði. Síðan standa menn upp á endann og halda því fram að þingið hafi svo sem ekkert betra að gera vegna þess að þessar vinnudeilur komi okkur nánast ekki við. Það er viðkvæðið hjá fjármálaráðherranum og meiri hluta þingsins. En ákallið á vinnumarkaði er um bætt lífskjör og þar höfum við óteljandi verkfæri sem við getum unnið með til að gera hér lagabreytingar til að bæta lífskjör fólks.

Við gætum verið í þeim verkefnum núna, en hvað kýs þessi ríkisstjórn að gera? Hún kýs að halda okkur í þessum sirkus (Forseti hringir.) sínum fram eftir kvöldi í stað þess að vinna að þjóðþrifamálum sem geta bætt hag landsmanna.