144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:32]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Næsta mál á dagskrá þingsins sem forseti þingsins hefur sett og getur fært til eins og honum sýnist, en hann hefur sett það á dagskrá, er tillaga um að Alþingi skuli álykta að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli brjóta lög, þ.e. að mati ráðuneytis þess ráðherra. Þetta er ekkert sérstaklega skynsamlegt. Í ofanálag er gríðarleg óánægja með þetta mál og menn geta ekki hleypt því út úr þinginu með svona meðferð, jafnvel þó að Jón Gunnarsson, hv. nefndarformaður, hefði gert allt rétt. Enn fremur er nýlegt álit forseta Alþingis sem er líka álitamál um. Ég er yfirleitt ánægður með það sem forseti sagði um þingsályktunartillögur, að það væri ekki verið að takmarka breytingartillögur þingmanna við þær, það er gott, en samt sem áður er þetta ályktun um að þingið álykti að ráðherra brjóti lög — að mati ráðuneytis ráðherrans. Hvað á svo að gera? Fá dómsmál um alla þessa virkjunarkosti? (Forseti hringir.) Það virðist vera það sem hv. nefndarformaður vill. Þetta er ekki góð málsmeðferð.