144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:08]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Við heyrðum hér áðan rökstuðning hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar fyrir Skrokköldu, sem eru eftirfarandi: Þetta er eiginlega á miðjunni á hvergi og það er eiginlega ekkert gras þarna og gangamunninn verður eins og Hvalfjarðargöngin.

Liggur þá fyrir hið faglega mat [Hlátur í þingsal.] meiri hluta atvinnuveganefndar í þessu máli þegar kemur að Skrokköldu. Þetta er faglega matið sem ákvarðanatakan hvílir á. (ÁsF: Þetta er bara útúrsnúningur hjá þér.) Þá skaltu koma hingað í ræðu, hv. þm. Ásmundur Friðriksson, og útskýra málið betur. En að koma hingað upp og halda því fram að þú sért einhver náttúruverndarsinni er náttúrlega þvílíkt öfugmæli að ég hef aldrei heyrt annað eins. Hvað ætlarðu að segja næst? Að þú sért fordómalaus mannvinur? Femínisti ef til vill? Kanntu annan?