144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[13:52]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki að hunsa eitt eða neitt. Ég er að útskýra fyrir þingheimi orð og orðræðu sem átti sér stað í ríkisstjórn Íslands í morgun, að ég mundi mjög gjarnan vilja að á Alþingi yrði gerð breyting á þingsályktunartillögunni þannig að Hagavatnsvirkjun yrði ekki þar á meðal. Annað var ég ekki að útskýra, hv. þingmaður.