144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:35]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég tel ekki svo vera. Sumir hv. þingmenn hafa haft það í flimtingum hér, spurt okkur af hverju við komum ekki bara með Gullfoss. En það vill þannig til að í þessari þingsályktunartillögu eru þessir kostir nefndir, verkefnisstjórnin var að fjalla um þá, þannig að ég lít svo á að við (Gripið fram í.) höfum rétt á því að (Gripið fram í.) koma með þá kosti sem þarna eru nefndir í fylgiskjali (Gripið fram í: Af hverju ekki fleiri?) eftir umsagnarferli. Ef hv. þingmenn vita það ekki þá fór þetta í umsagnarferli, (Gripið fram í: Hagavatn?) allir þessir kostir, þessi breytingartillaga (Gripið fram í.) fór í umsagnarferli (Forseti hringir.) og það var einmitt á grundvelli umsagnar sem við höldum áfram með þessa breytingartillögu. (Gripið fram í.)(Forseti hringir.) Á forsendum umsagna (Forseti hringir.) komum við með þessa breytingartillögu.