144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:46]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er stór munur á því. Ég sagði það áðan, það er stór munur á því að bíða og því að halda áfram. Það er stór munur þar á. Fyrir mér snýst þetta um það hvort við notumst við rammaáætlun 2 sem grunngagn eða hvort við ætlum að styðjast við rammaáætlun 3. Varðandi rammaáætlun 3 segir verkefnisstjórnin að hún hafi ekki haft tíma né fjármuni til að fara „grundigt“ í að meta þá kosti og af því að búið var að skoða þessa kosti vel áður vil notast við það. Ég treysti þeim gögnum fullkomlega sem koma út úr rammaáætlun 2, út úr þeim verkefnahópi, af því þeir höfðu nægan tíma og gátu skilað því (Forseti hringir.) af sér eins og þeir vildu.