144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:16]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Maður er alltaf á sama stað þegar maður kemur hingað í púltið. Það hefur ekkert gerst síðan síðast. (Gripið fram í: Nei.) Það er verið að segja sömu orðin, sömu sögurnar; nýtt bindi og ný jakkaföt kannski.

Mig langar aðeins að vitna í Elínu Líndal sem er í verkefnisstjórn um rammaáætlun. Hún var með sérálit þar sem segir, með leyfi forseta:

„Fyrirliggjandi gögn studdu það sem fyrir var en nægileg gögn voru um að þrír kostirnir í Þjórsá færu í nýtingarflokk og gagnvægisaðgerðir Landsvirkjunar trúverðugar og góðar. Það var búið að raða rammaáætlun 2 svo verkefnið í rammaáætlun 3 var bara að bæta við upplýsingum sem voru til góðs og því auðveldara að taka ákvörðun.“

Hún segir enn fremur:

„Ég, Elín Líndal, sem eini laxabóndinn í þessum hópi sé ekki annað en að mótvægisaðgerðir hafi verið settar fram á trúverðugan hátt.“ (Gripið fram í.)

Svo segir hún:

„Röðun á kostum var breytt með pólitískum hætti.“ (Forseti hringir.)

Þetta er svo einfalt (Forseti hringir.) og þið eruð að rífast um þetta (Gripið fram í.) enn þá.