144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:49]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í fyrsta lagi vil ég segja að þessar rammaáætlanir, 1., 2. og 3. hluti, hafa upphaf og endi. Núna erum við með rammaáætlun 3, og eins og hv. þingmaður á að vita vinnum við núna samkvæmt lögum og samkvæmt bréfi frá ráðherra rammaáætlun 3. Ef það er svo að við höfum upphaf og endi á þessu þá hlýtur það að vera þannig að það nýjasta er í gildi, ekki satt?

Varðandi laxastofninn tel ég að við eigum að sýna alla þá varúð sem við mögulega getum og það beri að meta eins mikið og hægt er áður en tekin er ákvörðun um hvort eitthvað er sett í nýtingu eða ekki. Eins og hv. þingmaður veit, hafi hann hlustað vel á ræðu mína, vil ég frekar vernda náttúruna hið mesta en hitt, þannig að hann hlýtur að skilja þá afstöðu mína að ég vil frekar að laxastofninn verði skoðaður áður en búið er að ákveða að setja eitthvað í nýtingu.