144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:56]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það hafa verið blendnar tilfinningar að sitja undir húslestri í baðstofu Framsóknarflokksins hér þar sem lesið er upp úr spennusögu Össurar Skarphéðinssonar frá síðasta kjörtímabili. Og þar sem ég veit að hv. þingmaður er löglærð þá væri nú gaman að heyra hjá henni hvort hún teldi að þessi spennusaga væri skotheld í málssókn, hvort þetta séu þau rök sem meiri hluti atvinnuveganefndar leggur fram með þessari breytingartillögu sinni.

Mig langar líka að vita hvaða skoðanir hún hafi á lögfræðilegu áliti sem er komið frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem segir að Alþingi eigi ekki að taka til umfjöllunar virkjunarkosti nema þeir hafi fengið umfjöllun í verkefnisstjórn og hún komi með tillögu í framhaldinu til ráðherra, eins og gert var hjá hæstv. ráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, (Forseti hringir.) og hvort hún styðji ekki sinn fyrrverandi umhverfisráðherra.