144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sannleikanum verður hver sárreiðastur og vil ég biðja þingmanninn velvirðingar á því ef þetta hefur vakið upp slæmar tilfinningar, að rifja upp það ár sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson fer yfir í bók sinni. Komi til málssóknar á grunni bókarinnar þá hlýtur viðkomandi höfundur að vera að minnsta kosti settur á vitnalista, svo því sé svarað. En það er ágætt að ég fái tækifæri til að svara fyrir það. Ég minni á að það var álit sem kom úr umhverfisráðuneytinu en ekki úrskurður. Nú er málið hjá þinginu. Málið er í höndum þingsins. Málið er hjá þingmönnum. Hér hefur forseti þingsins úrskurðað að málið sé þingtækt og þingmönnum ber að fara eftir úrskurði forseta þingsins.