144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:16]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa talað og síðasta ræðumanni. Ég held að það sé alveg ótækt að við séum endalaust að fjalla um mál sem hefur ekki í rauninni — hér er komin fram munnleg tillaga frá hæstv. tveimur ráðherrum. Er hún ekki til umræðu? Ég spyr hæstv. forseta og óska eftir að hann svari því: Er það ekki til umræðu hér? Telur forseti svo ekki vera? Ef hann telur svo vera, er þá ekki æskilegt að hún komi fram formlega og skriflega eða telur hann duga sem formlegt að hæstv. ráðherrar lýsi því hér yfir, umhverfis- og auðlindaráðherra og forsætisráðherra?

Í ljósi þess að þetta á að leysa kjaramál samfélagsins mundi ég líka vilja að forseti hlutaðist til um það að við fengjum skýringu á því með hvaða hætti það hefði bein áhrif á lausn kjaradeilna.