144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:08]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. þingmanni fyrirspurnina.

Ég ætla ekki að svara því hér og nú hvort við drögum þessa tillögu til baka, ég held að það væri ekki rétt af mér að gera það, það þarf ég að gera auðvitað í samráði við félaga mína. En ég segi: Þegar maður ætlar að leysa mál þá hljóta allar leiðir að vera uppi á borðinu. Það er bara þannig. Það þýðir ekki að vera að vísa alltaf í einhverjar gamlar syndir og sorgir, við þurfum að taka öll málin upp á borðið, svo sópum við þeim jafnt og þétt út af þangað til lausnin liggur eftir á borðinu. Það er bara málið. Þannig leysir maður þetta í lífinu, bara heima. Við þekkjum það öll. Það eru ekkert aðrar reglur sem gilda í þinginu en heima þegar maður er að tapa í baráttunni um hver eigi að vaska upp. [Hlátur í þingsal.] Þetta eru sömu reglurnar. Þannig að ég held að við þurfum ekkert að finna þær upp, þær eru til staðar.