144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

framhald þingfundar.

[15:45]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi ólánstillaga er orðin slíkt vandræðabarn að það vill enginn halda á henni í þingsal. Við höfum ekki fulltrúa stjórnarmeirihlutans í salnum, þeir eru ekki í salnum til að ota málinu áfram. Það er verið að reyna að finna leiðir og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna eru að reyna að leggja gott til á fundi þingflokksformanna til að finna leiðir út úr þessum ógöngum. Það blasir við að nú á að taka þetta mál af dagskrá og halda áfram með önnur mál sem eru á dagskrá og koma í veg fyrir að hér séu búnar til þær aðstæður að við höfum hér menntamálaráðherra landsins sem stendur um land allt fyrir atlögu að fjölbreyttri framhaldsmenntun án þess að um það fari fram umræða á Alþingi og án þess að hann sitji fyrir svörum í skjóli þess (Forseti hringir.) að þinginu er haldið uppteknu við að ræða það furðuverk sem hér er til meðferðar.