144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:16]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þar sem sá forseti sem situr í stól treystir sér augljóslega ekki til þess að taka ákvörðun um þingfundarlok þá óska ég eftir því að forseti þingsins, Einar Kristinn Guðfinnsson, komi hér og geri okkur grein fyrir því ef það er málið að hann stjórni því hvernig fram vindur.

Mig langar líka að gera athugasemd við það að forseti sá er síðast sat hér í stól hafði þau orð að þingmaður hefði taumhald á tilfinningum sínum. Mér finnst það ekki viðeigandi, þetta var þegar frammíköll voru hér áðan eins og gjarnan er. Mér finnst verið að tala niður til fólks með því að viðhafa það orðfæri og tel það ekki sæmandi forseta og ég geri við það athugasemdir.