144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er misskilningur ef einhver heldur að þessi atkvæðagreiðsla fari fram og þessi umræða til að tefja þingstörf, svo er alls ekki. Við erum að mótmæla dagskrá þingsins. Við erum að gefa þeim sem greiddu atkvæði gegn þessari tillögu í gær tækifæri til að skipta um skoðun. Við erum að gefa þeim tækifæri á því að koma þingstörfum í lag vegna þess að forustumenn þingsins og forustumenn ríkisstjórnarinnar vilja það ekki. Við erum að gefa þessu fólki tækifæri til þess að hlutirnir fari að ganga. En það er væntanlega það sem forusta þingsins vill ekki vegna þess að þá kemur í ljós að þeir eru ekki bara að stoppa þingstörf, þeir eru að stoppa allt þjóðfélagið með aðgerðaleysi. (Gripið fram í: Þið eruð að stoppa það.)