144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að segja já við þessari tillögu og reyna þar með að gera það sem ég get til að þetta þing komist aftur í starfhæft ástand, ef svo mætti kalla, vegna þess að um leið og ógæfutillagan, ólánstillagan, ófriðartillagan eða hvað við köllum tillöguna frá meiri hluta atvinnuveganefndar fer út af dagskrá þá mun allt falla hér í tiltölulega ljúfa löð, alla vega þannig að efnisleg umræða um tillögu hæstv. fyrrverandi umhverfisráðherra sem vakin hefur verið athygli á að bóli ekkert á …

(Forseti (EKG): Forseti vill vekja athygli á að klukkan hefur verið í ólagi. Hún er komin í lag núna.)

Já, þá er ég bara hætt. [Hlátur í þingsal.]