144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:27]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Hann kom inn á ýmsa hluti, þar á meðal það að við værum ekki alveg orkulaus í þessu landi og við hefðum úr ýmsu að spila nú þegar. Komið hefur fram í umræðunni að við eigum í pípunum samtals með væntanlegum virkjunum um 535 megavött. En ég vil spyrja hv. þingmann út í friðlýsingar svæða. Hann talaði um að leggja þyrfti aukið fé í verkefnisstjórn svo hún gæti staðið við að skila niðurstöðum 1. september 2016 eins og hún áætlar, en komið hefur í ljós að ekkert hefur verið lagt í friðlýsingar svæða frá árinu 2013, á síðustu fjárlögum fyrri ríkisstjórnar. Þá voru lagðar 28 milljónir í friðlýsingar. Núna hefur ekkert fjármagn (Forseti hringir.) verið lagt í friðlýsingar. Verður ekki að hafa jafnvægi þarna á milli?