144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Ég þakka virðulegum forseta fyrir að gefa mér orðið. Ég hef spurt þá tvo virðulega forseta sem hafa setið á forsetastóli á undan honum, hv. þm. Óttar Proppé og hv. þm. Valgerði Gunnarsdóttur, hvort þau gætu sagt mér hvort eitthvað væri í gangi, eins og krakkarnir segja. Er verið að reyna að leita samninga, er verið að reyna að leysa þann hnút sem þingstörfin eru komin í? Þótt ég sé kampakát með að halda þessu áfram vegna þess að við verðum að gera það, þá vildi ég frekar að þingið starfaði með eðlilegum hætti. Það mundi gerast á hálftíma ef ólánstillaga (Forseti hringir.) meiri hluta atvinnuveganefndar væri dregin til baka og við gætum (Forseti hringir.) rætt tillögu hæstv. umhverfisráðherra sem borin var fram hér í haust.