144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:19]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir það. Að sjálfsögðu eigum við að vera að ræða hér allt aðra hluti. Það ríkir ófremdarástand í samfélaginu og við eigum auðvitað að vera að ræða mál sem koma í veg fyrir og leysa það ástand.

Ég hef haldið því fram ásamt mörgum öðrum þingmönnum að breytingartillaga meiri hluta atvinnuveganefndar sé lögleysa, hún sé ekki í samræmi við lög um rammaáætlun og lögbundin ferli við það að flokka virkjunarkosti. En hv. formaður atvinnuveganefndar fór fram á það við forseta í morgun að ég fengi tækifæri til þess á fundi með hæstv. forseta og jafnvel forsætisnefnd að rökstyðja þá fullyrðingu mína að hér sé lögleysa á ferð og kom fram að fleiri þingmenn mundu gjarnan vilja vera þátttakendur í þeim fundi. Mig langar bara að spyrja hæstv. forseta hvort ekki eigi að verða við (Forseti hringir.) ósk formanns atvinnuveganefndar um slíkan (Forseti hringir.) fund.