144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:01]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að vísu að við höfum verið í málefnalegri umræðu um það hvort við eigum ekki frekar að ræða menntamál og verkfallsmál. Það er málefnaleg umræða. Með málefnið rammaáætlun er það þannig að við erum að ræða að búið var til ákveðið ferli. Og takið þið nú eftir: Fyrrverandi umhverfisráðherra þessarar ríkisstjórnar tók við og skipuð var samkvæmt lögum verkefnisstjórn nr. 3. Þessi hæstv. ráðherra biður verkefnisstjórn 3 að afgreiða þá virkjunarkosti sem voru settir í biðflokk og hraða afgreiðslunni á því. Hann fær svör við því og flytur tillögu. Þarf ég eitthvað að svara því öðruvísi? Viðkomandi fyrirspyrjandi við andsvar hv. þm. Páls Jóhanns Pálssonar hefur svarað því. Greinargerðin með frumvarpinu svarar því.

Það er núna verið að fjalla um þetta í verkefnisstjórn nr. 3. (Forseti hringir.) Beðið er eftir svörum um þá kosti sem hér er verið að færa til og verið er að gera það áður en verkefnisstjórnin skilar. Þess vegna segi ég að atvinnuveganefnd hafi skipað sjálfa sig sem verkefnisstjórn.