144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[11:19]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hann hefur setið hér mun lengur en ég en mín reynsla af þingstörfunum oft undir lokin hefur verið sú að hægagangur hefur komið í mál og alls kyns vandræði verið uppi. Þetta hefur verið frekar bagaleg leið til að menn setjist niður og tali saman. Þá hefur verið rætt um hvaða mál verði að fara í gegn og hverju fólk sé tilbúið að hleypa í gegn og einhverjar slíkar samningaviðræður. Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að taka þátt í þeim en verið á hliðarlínunni.

Það ástand er ekki uppi núna, hæstv. forseti, hér er stjórnarandstaðan harðákveðin í að láta ekki þá lögleysu ganga yfir sig sem breytingartillagan er. Fyrir utan það er erfitt að fara í hefðbundna samninga í þinglok því að það eru svo fá mál sem liggur á frá ríkisstjórninni. Hún er svo verklaus, maður gæti haldið (Forseti hringir.) að hún væri í verkfalli.