144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:24]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tek það fram að ég hef ekkert út á fundarstjórn hæstv. forseta að setja. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki létt fyrir forseta að standa frammi fyrir því að þurfa að breyta starfsáætlun þingsins. Ég hef hins vegar upplifað það áður á mínum þingferli, mitt fyrsta kjörtímabil sátum við hér að sumri til að ræða ESB, Icesave og fleiri mál frá ríkisstjórninni undir því fororði að starfsáætlun væri breytt. Að mínu viti lágu ekki fyrir neinar dagsetningar þau sumur um hvenær menn sæju fyrir sér að hætta. Hins vegar gerði forseti sér á þeim tíma grein fyrir því að það væri mjög bagalegt að vera ekki með endadagsetningu. Við ræddum oft hér að menn ætluðu að reyna að setja slíkar dagsetningar niður eins fljótt og auðið væri. Ég tel að forseti muni leggja sig allan fram um að greina okkur frá því eftir því sem málum vindur fram hvernig sumarið muni líta út. Það er engin ástæða til þess á þessum tímapunkti að vera með gífuryrði í garð (Forseti hringir.) forseta þingsins.