144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[15:40]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Frú forseti. Ég leyfi mér að taka mér í munn orð hv. þm. Jóns Gunnarssonar sem sagði áðan að hann væri með nokkrar staðreyndir sem gætu greitt fyrir þessari umræðu. Ég hef þrjár: Í fyrsta lagi þarf 250 megavött til að fullnægja orkuþörf fyrri áfanga í öllum þeim stóriðjuáformum sem eru hér á borðum. Í öðru lagi, ef menn telja saman Búrfell 2, Hvammsvirkjun, Þeistareyki, það sem er í kerfinu nú þegar og Blöndu þá er það langt, langt þar fyrir ofan. Það er nálægt 400 megavöttum. Í þriðja lagi er það algerlega klárt að innan níu mánaða liggja fyrir úrslit verkefnisstjórnar um 26 kosti. Það er algerlega skýrt. Það er ekki vegna þess að í landinu sé orkuskylft að menn ráðast í þetta.

Ég nefni þetta sérstaklega, frú forseti, vegna þess að ég tel að í þessum staðreyndum liggi flötur að því að ná sátt um þetta mál þannig að allir geti þegar upp er staðið unað nokkuð sáttir.