144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[17:05]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég held að við séum sammála um þetta. Varðandi heildarlöggjöfina held ég að það yrði ágætt, eins og var nefnt í umræðunni áður, að ná aðeins utan um ekki bara lyfjaflokkinn heldur líka það sem heitir jurtalyf og jafnvel fæðubótarefni. Að lokum vil ég hafa það eftir einhverjum, sem ég man ekki hver er, að ef við fengjum að vita skaðsemi sykurs í dag yrði hann líklega bannaður.