144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:16]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér erum við enn og aftur að taka málin fyrir í kolrangri röð. Við eigum að fara að greiða atkvæði um það hvort fundur skuli standa til miðnættis á sama tíma og hæstv. forseti hefur boðað til fundar kl. 16 með formönnum stjórnarflokkanna til að ræða framhald þingstarfanna. Er ekki langeðlilegast að við greiðum þá atkvæði um það hvernig þessum þingfundi skuli háttað að þeim fundi loknum?

Þar af leiðandi get ég ekki á þessari stundu stutt það að þingfundur standi hér til miðnættis og mun greiða atkvæði gegn því hér og nú.