144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

512. mál
[12:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um gott mál að ræða og ég fagna þeirri samstöðu sem hefur verið um það, ekki bara í nefndinni heldur vonandi í þingsal. Ég ímynda mér að það sé góð samstaða um þetta. Sannleikurinn er sá að sinueldar eru mjög á undanhaldi en það er nauðsynlegt að takmarka það enn frekar. Ég tók eftir því að hv. þm. Róbert Marshall hafði lagt fram breytingartillögu sem ég hafði ekki kynnt mér en get því miður ekki stutt. Ég vonast þó til að hún verði rædd hér á seinni þingum vegna þess að það getur vel komið að því á einhverjum tímapunkti að það sé nauðsynlegt að banna. Ég mæli hins vegar ekki með það verði gert hér og nú og mun því ekki styðja þá breytingartillögu.