144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að andi hv. formanns fjárlaganefndar svífur ekki yfir vötnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það hefur verið samþykkt að taka málið aftur til nefndarinnar til að reyna að koma því í betra horf og við höfum athugasemdir við allar greinar frumvarpsins. Við skulum sjá hvað við komumst áfram með það. Samfylkingin ætlar því að sitja hjá nema við breytingartillögu meiri hlutans sem við teljum af hinu góða og við ætlum þess vegna að greiða atkvæði með henni. Við munum sitja hjá við annað í trausti þess og trú á að áfram verði unnið í þessari nefnd, eins og var gert framan af vetri, að því að reyna að ná sátt og samlyndi þar sem okkur hefur tekist, enda með ágætan formann og varaformann þar sem efna til samstöðu en ekki sundurlyndis.