144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera miklar athugasemdir við fundarstjórn forseta því að forseti stendur sig mjög vel í þessu starfi. Ég ætla að lýsa yfir ánægju minni með að það er svona mikil eftirspurn eftir mér í þingsal. Ég sat niðri í þingflokksherbergi og ég sit núna í hliðarsal til að hlusta á ræður þeirra þingmanna sem ræða málið enda er málið hjá þinginu og í þeirri nefnd sem ég hef formennsku fyrir, fjárlaganefnd, þannig að umræðan getur haldið hér ótrauð áfram.