144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:26]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi ríkisfjármálaáætlun boðar ekki pólitísk tíðindi vegna þess að hún er að mínu mati framhald af því sem við höfum séð í tíð þessarar ríkisstjórnar, það að auka skuli álögur á þá sem minna hafa og létta af þeim sem meira hafa. Við höfum séð lækkuð veiðigjöld, að auðlegðarskattur er ekki framlengdur og nú vilja menn óðir og uppvægir afnema raforkuskattinn. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé sammála mér í því að þessi ríkisfjármálaáætlun boði ekki fögnuð, boði ekki aukinn jöfnuð hér á landi.